Hafðu samband jafnretti (hjá) jafnretti.is

Blogg

Kynjakvótar hjálpa körlum

 Ég átti erindi á Bessastaði fyrir stuttu og tók dótturson minn með, enda langaði hann að kíkja þar inn og svo vildi hann fá mynd af sér með forsetanum. Eftir að heimsókninni lauk spurði ég hann hvernig honum hefði litist á.
      Þetta var fínt, sagði hann, og bætti við að hann hlakkaði til að sýna […]

september 18th, 2015|

Spennandi ráðstefna um hlutverk hluthafa, stjórna og framkvæmdastjóra

Ráðgjafarfyrirtækið Strategía ehf býður upp á spennandi ráðstefnu: Strategíudaginn sem verður haldinn í annað sinn fimmtudaginn 10. september næstkomandi í Kaldalóni í Hörpu. Ráðstefnan hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 12:00.  Í þetta sinn verður málefni dagsins hlutverk hluthafa, stjórna og framkvæmdastjóra.

Skráningu og dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér

 

ágúst 28th, 2015|

Útvarpsþáttur um gildi fjölbreyttrar forystu í stjórnum og við stjórnun fyrirtækja og lífeyrissjóða

Jafnréttisstofa hefur látið setja saman útvarpsþátt um gildi fjölbreyttrar forystu í fyrirtækjum og lífeyrisjóðum í tengslum við verkefnið: Fjölbreytt forysta, sem stutt er af Evrópusjóðnum Progress. Útvarpsþátturinn fór í loftið þann 19. júní sl. í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.

Ísland er annað landið á eftir Noregi sem lögbindur kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Tæp tvö ár eru síðan […]

júní 30th, 2015|

Vel heppnuð ráðstefna um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu

 Sævar Freyr, Leifur Geir og Guðrún ræða málin

Á ráðstefnunni Fjölbreytt forysta í atvinnulífinu sem haldin var af Jafnréttisstofu í maí sl. voru tvær íslenskar rannsóknir á stjórnarháttum, viðhorfum stjórnarmanna og vali á stjórnarmönnum á tímum kynjakvóta kynntar. Jafnréttisstofa hefur nú fengið í hendur skýrslur um niðurstöður rannsóknanna sem hægt er að lesa hér að […]

júní 30th, 2015|

Útlokum staðalmyndir

Starfshópur um aukin hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja í Slóveníu hefur sent frá sér vitundarvakningar myndbönd sem bera heitið: Exclude stereotypes -Include All . Myndböndin eiga að vekja athygli fólks á að með þvi velja ekki konur í stjórnir fyrirtækja er verið að líta fram hjá ákveðnum hæfileikum sem eru til staðar í atvinnulífinu. Staðalmyndir kynjanna eru ein helsta […]

maí 29th, 2015|

Til forystu fallin(n)?

„Ásýnd stjórna stærri fyrirtækja hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Í lok árs 2014 skipuðu konur um þriðjung stjórnarsæta í fyrirtækjum með 50 starfsmenn og fleiri. Sambærilegt hlutfall var um 15 prósent árið 2008. Þetta eru einmitt þau fyrirtæki sem ákvæði laga um kynjakvóta í stjórnum ná til. Ekki eru allir sammála um að lagasetningar […]

maí 27th, 2015|

Dagskrá alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölbreytta forystu komin í loftið

Jafnréttisstofa í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Kauphöllina, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík heldur alþjóðlega ráðstefnu um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu þann 29. maí nk. Ráðstefnan veitir fólki í viðskiptalífinu, fræðimönnum og sérfræðingum tækifæri til að ræða gildi fjölbreyttrar forystu þegar kemur að ákvarðanatöku, rekstri og vinnumenningu fyrirtækja.

Ráðstefnan fer fram á ensku og ráðstefnugjald […]

maí 15th, 2015|

Konur þriðjungur stjórnarmanna stórra fyrirtækja

Í lok árs 2014 voru konur 25,5% stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá, sem er hækkun upp á 0,4 prósentustig frá fyrra ári. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja var á bilinu 21,3% til 22,3% á árunum 1999 til 2006, en hefur farið hækkandi frá árinu 2007.
Konum hefur fjölgað mikið í stjórnum […]

maí 6th, 2015|

Framboð til stjórnar dregið til baka vegna laga um kynjakvóta

Einn stjórn­ar­manna í Reg­in, dró á aðal­fundi fé­lags­ins í gær fram­boð sitt til stjórn­ar til baka þegar ljóst varð að lokinni kosn­ingu í stjórn að hún upp­fyllti ekki skil­yrði laga um kynja­hlut­fall. Sex einstaklingar voru í kjöri um fimm stjórn­ar­sæti og því fór kosning um stjórn­ar­setu fram á aðal­fundi fé­lags­ins.

Sjá nánar á Viðskiptasíðu mbl.is:

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2015/04/22/dro_frambod_til_baka_vegna_kynjakvota/

 

 

apríl 22nd, 2015|

Alþjóðleg ráðstefna um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu

Skipuleggjendur alþjóðlegrar ráðstefnu um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu fá til landsins topp sérfræðing frá Bandaríkjunum.

Jafnréttisstofa í samstarfi við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Kauphöllina, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík skipuleggur nú alþjóðlega ráðstefnu um fjölbreytta forystu í atvinnulífinu.

Ráðstefnan gefur fólki í viðskiptalífinu, fræðimönnum og sérfræðingum tækifæri til að ræða mikilvægi fjölbreyttrar forystu þegar kemur að ákvarðanatöku, rekstri […]

apríl 19th, 2015|