Starfshópur um aukin hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja í Slóveníu hefur sent frá sér vitundarvakningar myndbönd sem bera heitið: Exclude stereotypes -Include All . Myndböndin eiga að vekja athygli fólks á að með þvi velja ekki konur í stjórnir fyrirtækja er verið að líta fram hjá ákveðnum hæfileikum sem eru til staðar í atvinnulífinu. Staðalmyndir kynjanna eru ein helsta hindrunin þegar kemur að konum og áhrifastöðum í atvinnulífinu en nýju myndböndin eiga að hafa áhrif á hugmyndir fólks um hversu heftandi staðalmyndir kynjanna eru.

Atvinnuþátttaka kvenna og karla í Slóveníu er svipuð, konur hafa meiri menntun en karlar en samt eru þær ekki sýnilegar í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Konur skipa ekki nema 20% sæta í stjórnum 20 stærstu fyrirtækja á markaði og 5% kvenna eru stjórnarformenn í þessum félögum.       

Myndböndin eru með enskum texta og þau má nálgast hér: https://www.youtube.com/playlist?list=PLinlZN0Svri9m5EiCUSbEYcLjkz6e1gnf