Þórdís Sif Sigurðardóttir er lögfræðingur og sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Ísafjarðarbæjar. Þórdís skrifaði ML ritgerð í lögfræði frá H R, þar sem hún beindi sjónum að löggjöfinni um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Þórdís á einnig sæti í varastjórn MP banka.

Í rannsókn sinni skoðaði Þórdís meðal annars ólíka stjórnarhætti kynjanna og löggjöfina með mögulegar lagabreytingar í huga. Hún ræðir um ágalla á lögunum þegar kemur að kosningu á stjórnarmönnum. Einnig fjallar Þórdís um skort á viðurlögum þegar ekki er farið að lögunum og reynslu Norðmanna af listum með nöfnum kvenna sem gefa kost á sér til stjórnarsetu.

< TIL BAKA