Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands kynnti helstu niðurstöður könnunar Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands og KPMG um stöðu og viðhorf æðstu stjórnenda til samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs og kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Rannsóknin er mikilvægur liður í því að safna gögnum um stöðu og þróun kynjajafnréttis á Íslandi í alþjóðlegu samhengi. Spurningalistar voru sendir æðstu stjórnendum í 250 stærstu fyrirtækjum hérlendis.

< TIL BAKA