Dr. Siri Terjesen frá Indiana University og Lundarháskóla ræddi um fjölbreytileika í stjórnum og stjórnun fyrirtækja í alþjóðlegu samhengi en hún benti á að kvótar af ýmsu tagi væru í gangi í ýmsum löndum en 12 lönd ásamt Québec og Grænlandi hafa nú lög fest kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja, 15 lönd hafa tekið upp svo nefnda „mjúka kvóta“ (soft quotas)  sem eru í raun tilmæli en umræða um innleiðingu kynjakvóta í stjórnum fer nú fram víða um heim. Siri hefur tekið saman upplýsingar um forsendur þess að kvótar eru lögbundnir og kemst að því að lönd þar sem jafnréttislöggjöfin er sterk , þar sem velferðarmál eru virt og þar sem miðju- og vinstri stjórn er við völd því líklegra er að kvótar séu lögbundnir.

 

< TIL BAKA