Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur, í samvinnu við Þorgerði Einarsdóttur, prófessor í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, með aðkomu KPMG, skoðað áhrif kynjakvótans með augum stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum.

Guðbjörg Linda hefur skoðað viðhorf til kynjakvótans og greinir frá helstu breytum hvað þau varðar. Hún ræðir hin svo kölluðu arðsemisrök bæði með og á móti kynjakvótanum og veltir fyrir sér áhrifum kynjakvótans á rekstur og rekstrarafkomu fyrirtækja. Rannsóknir Guðbjargar Lindu hafa einnig snúið að hæfnimati stjórnarmanna á sjálfum sér. Guðbjörg Linda ræðir helstu niðurstöður sjálfsmatsins útfrá kyni.

Um rannsóknina:
Í ársbyrjun 2012 tók KPMG  saman upplýsingar um þau fyrirtæki og lífeyrissjóði sem falla undir löggjöfina og aftur 1. september þegar ár var til stefnu. Samanburðurinn leiðir í ljós að fá fyrirtæki og lífeyrissjóðir nýttu aðalfundina í ár til að fjölga konum.

Í könnun KPMG meðal íslenskra stjórnarmanna sem framkvæmd var sumarið 2011 voru vísbendingar um að fjöldi kvenkyns stjórnarmanna væri að aukast töluvert samhliða nýliðun í stjórnum en sú aukning  virðist ekki duga til að auka heildarhlutfall kvenna í stjórnum.

Það er því ljóst að töluverðar breytingar munu þurfa að eiga sér stað í stjórnum þessara fyrirtækja og lífeyrissjóða þegar aðeins einn aðalfundur er til stefnu þar til lögin taka gildi.

< TIL BAKA[/button]