Hjörleifur Pálsson er stjórnarformaður Capacent og Háskólans í Reykjavík. Hann er einnig stjórnarmaður í Akri, Framtakssjóði Íslands, Herbeina og Vodafone (Fjarskiptum).

Hjörleifur segir frá umskiptum í sínu lífi eftir að hann tók ákvörðun um að gerast atvinnu-stjórnarmaður. Hann útskýrir hvers vegna hann breytti um kúrs. Hann segir frá því hvernig stjórnandi hann er og deilir sinni sýn á hlutverk stjórnandans.

Hjörleifur útskýrir jafnframt hvaða hlutverki reynsla og þekking gegnir í starfi stjórnarmanna. Hann leggur áherslu á mikilvægi þess að reynslumiklir stjórnendur úr atvinnulífinu séu bakbeinið í stjórnum fyrirtækja.

Hjörleifur deilir sýn sinni á jafnvægi milli vinnu og einkalífs og segir mikilvægt að þeir sem kjósa að vinna mikið, fái til þess frelsi.

< TIL BAKA