Hreggviður Jónsson er stjórnarformaður Veritas og Viðskiptaráðs Íslands. Hreggviður situr einnig í stjórn Festi.

Hreggviður segir frá ráðstefnu sem hann sótti fyrir hönd Íslands og var haldin á vegum Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu. Hann ræðir forsendur kynjajafnréttis á vinnumarkaði og nefnir þar þrjár stoðir sem þurfi að vera til staðar svo jafnrétti fái notið sín.

Hreggviður tilgreinir ástæður þess að lögin um kynjakvóta í stjórnum séu tilkomin bæði hér á landi og erlendis.

Hann ræðir þær breytingar sem hafa átt sér stað með auknum fjölbreytileika í stjórnum fyrirtækja.

< TIL BAKA